Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

09.02.2018 - 25.02.2018

PyeongChang 2018

Vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fara fram...
10.02.2018 - 10.02.2018

Ársþing KSÍ

Ársþing Knattspyrnusambands Íslands verður...
10.03.2018 - 10.03.2018

Ársþing HSK 2018

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður...
18

Málþing ÍBA

26.11.2013 14:42

Íþróttabandalag Akureyrar stóð fyrir málþingi um íþróttaiðkun barna og forvarnir föstudaginn 22. nóvember s.l. Málþingið var haldið í Háskólanum á Akureyri. Erindi fluttu þau Sigríður Björnsdóttir frá samtökunum Blátt áfram sem fjallaði um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttastarfi, Örvar Ólafsson starfsmaður Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ fjallaði um lyfjaeftirlitsmálaflokkinn og hlutverk þjálfara. Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari fjallaði um helstu íþróttameiðsli hjá yngri iðkendum og Jóhanna Kristjánsdóttir hjúkrunafræðingur fjallaði um forvarnir gegn tóbaksnotkun með sérstakri áherslu á reyklaust tóbak.

Málþing ÍBA var nú haldin í annað sinn og var öllum opið.