Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.03.2018 - 22.03.2018

Ársþing ÍS 2018

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
17

Höfn í Hornafirði
Félag eldri borgara á Hornafirði sér um að skipuleggja tómstundastarf í félagsmiðstöðinni Ekrunni. Boðið er upp á gönguferðir, snóker, sundleikfimi, leikfimi og boccia yfir vetrartímann. Yfir sumarið er farið í gönguferðir auk þess sem hægt er að stunda snóker.
Nánari upplýsingar veitir Haukur Helgi Þorvaldsson æskulýðs-og tómstundarfulltrúi, 470-8000.
 

Hvolsvöllur/Rangárþing eystra.
Morgunleikfimi, sund, pútt og golf.
 
Vestmannaeyjar
Á mánudögum er leikfimi í Týsheimilinu, á miðvikudögum eru söngæfingar í Ísfélagshúsinu og á föstudögum er sundleikfimi í sundlauginni. Alla virka daga er félag eldri borgara með opið í Ísfélagshúsinu frá 13:30 – 16:00. Þar er hægt að stunda pútt, boccia og billjard. Alla virka daga er boðið upp á leikfimi á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum. Einnig er boðið upp á danskennslu hluta úr vetri í grunnskólanum.
Frítt er í sund fyrir 67 ára og eldri.