Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.03.2018 - 22.03.2018

Ársþing ÍS 2018

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
17

Dalvík
Félag aldraðra á Dalvík og í Hrísey heldur uppi öflug og fjölbreyttu félagsstarfi. Félagsheimilið er að Mímisbrunni á Dalvík. Mímiskórinn hefur verið starfræktur við félagið til fjölda ára. Auk þess fara félagar reglulega í lengri og styttri ferðir. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Gunnarsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, s: 460 4913.
 
Eyjafjarðarsveit
Nánari upplýsingar veitir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri, 463-1335, jonas@esveit.is.

Akureyri
Pútt er við Lindasíðu og Bugðusíðu. Fjölnotahúsið Boginn er opinn alla virka morgna yfir vetrarmánuðina til göngu og almennrar hreyfingar. Sundtímar með íþróttakennara í Glerárlaug yfir vetrartímann, leikfimi og námskeið haldin í tengslum við félagsstarf, t.d. jóga, dans, stólaleikfimi, slökun, leikir og línudans. Bærinn býður einnig upp á heilsueflandi heimsóknir til eldri borgara. Hér má nálgast nánari dagskrá. Eldri borgarar fá frítt í sundlaugar bæjarins sem og á skíðasvæðið.
Nánari upplýsingar veita Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, framkvæmdastjóri Búsetudeildar og Kristinn H. Svanbergsson, íþróttafulltrúi, kristinn@akureyri.is.
 
Grenivík
Leikfimi á dvalarheimili aldraðra og aðgangur að þrekhjóli.
Frítt er í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara.
Nánari upplýsingar veitir Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri.
 
Húsavík
Bærinn er í nánu samstarfi við Félag eldri borgara á Húsavík og veitir þeim fría aðstöðu.
Frítt er í sund og afnot að íþróttamannvirkjum.
Nánari upplýsingar veitir Freydís Jóna Freysteinsdóttir, félagsmálastjóri og Jóhann Rúnar Pálsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi.