Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.03.2018 - 22.03.2018

Ársþing ÍS 2018

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
17

2018 PyeongChang

Vetrarólympíuleikarnir fara fram í PyeongChang í Suður-Kóreu frá 9.- 25. febrúar 2018.


Pyeongchang er sýsla í Gangwon héraði. Þar búa um 45 þúsund manns. Í tengslum við Vetrarólympíuleikana 2018 er nafn hennar ritað PyeongChang.

 

Hér má sjá facebook-síðu leikanna.

 

Íslenskir keppendur

Keppnisdagskrá íslensku keppendanna.

Skíðaganga - 10 km F
 
Skíðaganga – sprettganga.
Skíðaganga – 15km F, 30km skiptiganga, 50km C Mst
Alpagreinar – svig og stórsvig.
 
Alpagreinar karla – svig og stórsvig.

Fréttir

25.02.2018

PyeongChang 2018 - Lokahátíðin

Loka­hátíð Vetr­arólymp­íu­leik­anna í Pyeongchang fór fram í há­deg­inu í dag á íslenskum tíma. Snorri Einarsson var fánaberi og naut þess hlutverks vel.
Nánar ...
24.02.2018

PyeongChang 2018: Snorri fánaberi

Snorri Eyþór Einarsson, keppandi í skíðagöngu, verður fánaberi Íslands á lokahátíð XXIII Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018. Lokahátíðin fer fram að kvöldi 25. febrúar kl. 20:00 að staðartíma (kl.11:00 á ísl.tíma) og verður hún sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
Nánar ...
20.02.2018

PyeongChang 2018 - Keppni í fullum gangi

Vetrarólympíuleikarnir í PyeongChang í Suður-Kóreu eru enn í fullum gangi. Leikunum lýkur þann 25. febrúar, en það kvöld fer lokahátíðin fram og verður sýnt á RÚV 2 kl.11:00.
Nánar ...
16.02.2018

PyeongChang 2018 - Snorri stóð sig vel

Snorri Eyþór Ein­ars­son keppti í morgun í 15 km göngu með frjálsri aðferð á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang. Keppendur voru ræstir út með 30 sekúndna millibili en alls voru 119 einstaklingar sem hófu keppni. Snorri náði 56. sæti er hann kom í mark á 37:05,6 mín­út­um, 3:21,7 mín­út­um á eft­ir sigurvegaranum Dario Cologna frá Sviss sem er Ólymp­íu­meist­ari. Cologna náði þeim merka áfanga að vera fyrsti maðurinn til að vinna eina skíðagöngugrein á Ólympíuleikum þrisvar sinnum, 2010, 2014 og 2018.
Nánar ...
15.02.2018

PyeongChang 2018 - Elsa og Freydís Halla í eldlínunni

Elsa Guðrún Jónsdóttir náði þeim merka áfanga í morgun að vera fyrst íslenskra kvenna til þess að taka þátt í skíðagöngu fyrir Íslands hönd. Elsa kom í mark á 31:12,8 mín­út­um og varð 6,12 mín­út­um á eft­ir Ólymp­íu­meist­ar­an­um Ragn­hild Haga frá Nor­egi. Elsa Guðrún, sem var 77. í rás­röðinni, hafnaði í 78. sæti af 90 kepp­end­um.
Nánar ...
13.02.2018

PyeongChang 2018 - Isak í 55. sæti í sprettgöngu

Í dag fór fram sprettganga karla á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang. Byrjað var á tímatöku sem er undankeppni fyrir úrslitin, en einungis 30 bestu komast í úrslitin. Isak Stianson Pedersen var eini íslenski keppandinn sem tók þátt. Ræsti hann út nr.71 af alls 80 keppendum en ræst er út eftir stöðu á heimslistanum. Isak átti frábæra göngu, en hann kom í mark á 3:24,57 mín­út­um og endaði í 55. sæti. Hann fær 102.03 FIS punkta. Eru þetta hans bestu FIS punktar á ferlinum í sprettgöngu, en á heimslista er hann með 165.71 FIS punkta og því um stóra bætingu að ræða.
Nánar ...
12.02.2018

PyeongChang 2018 - Keppni frestað vegna veðurs

Keppni í stór­svigi kvenna á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang í Suður-Kór­eu fór ekki fram í nótt vegna veðurs. Frey­dís Halla Ein­ars­dótt­ir átti að keppa kl. 1.15 að ís­lensk­um tíma, í sinni fyrri ferð, en sú seinni átti að hefjast kl. 4.45. Nýr tími fyr­ir stór­svig kvenna er 15. febrúar.
Nánar ...
10.02.2018

PyeongChang 2018 - Góðir gestir í Ólympíuþorpinu

​Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- menningar- og íþróttamálaráðherra, var viðstödd setningu Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang sem fram fór í gær og í dag skoðaði hún aðstæður á leikunum, hitti keppendur og heimsótti Ólympíuþorpið.
Nánar ...
09.02.2018

PyeongChang 2018 - Undirbúningur á fullu

Hluti af íslenska hópnum sem tekur þátt í Vetrarólympíuleikunum mætti til Suður-Kóreu seint laugardaginn 3. febrúar eftir rúmlega 30 klst ferðalag. Þátttakendur tóku því rólega fyrsta daginn en eftir það fóru æfingar á fullt. Æfingarnar hafa gengið virkilega vel en aðstæður eru eins og þær gerast bestar. Mikið frost var fyrstu dagana, eða um 15-20 gráðu frost. Í dag fór setningarathöfn leikanna fram og þá var hitinn rétt við frostmark sem gerði útiveruna þægilegri fyrir hópinn.
Nánar ...