Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sýnum karakter - Allir með

29.09.2017

Ráðstefna Sýnum karakter er að þessu sinni tileinkuð ungu fólki innan íþróttahreyfingarinnar.

Fyrirlestrunum á ráðstefnunni er ætlað að opna augu þátttakenda á ólíkum hlutverkum og möguleikum innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrirlesarar koma úr hópi dómara, þjálfara og stjórnenda. Þá mun fulltrúi ungmenna af erlendum uppruna segja frá gildi íþróttaþátttöku til að aðlagast samfélaginu.

Hverju sérsambandi og íþróttahéraði stendur til boða að senda tvo fulltrúa á aldrinum 13-25 ára. Til að hafa þátttakendalistann sem fjölbreyttastan treystum við á að til þátttöku veljist einstaklingar með ólíkan bakgrunn, áhugasvið og forsendur fyrir þátttöku.

Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins úr flokknum „Fundir ungs fólks og ráðamanna“ en sá flokkur snýst um að ungt fólk geti átt í samræðum við þá aðila sem vinna og taka ákvarðanir í samfélaginu.

Til baka

    Á döfinni

    22